Geðhlaup Geðhjálpar

Geðhlaup Geðhjálpar verður haldið í þriðja skiptið, laugardaginn 9. október n.k. Þetta er einn af dagskrárþáttunum í tilefni alþjóða geðheilbrigðisdagsins, sem haldinn er hátíðlegur um allan heim og ber yfirskriftina: Tengslin milli líkamlegrar og andlegrar heilsu.

 

  • Hlaupið hefst klukkan 13:00 við Nauthólsvík. Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti 30 mínútum fyrir upphaf hlaups (Við veitingaaðstöðuna Nauthól).
  • Allir velkomnir, hlaupandi, gangandi, hjólandi...
  • Allir þátttakendur fá afhenta viðurkenningu og boli.
  • Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3 sæti bæði í kvenna og karla flokkum.
  • Um er að ræða 2 km. skemmtiskokk og 10 km. hlaup með tímatöku. Hlaupið er eftir Fossvogsdalnum og snúið við í Elliðárdalnum í 10 km. hlaupinu eins og undangengin ár.
  • Þátttökugjald í skemmtiskokki 500 kr. og í 10 km. hlaupi 1.000 kr.
  • Upplýsingar og skráning í síma 570 1700 á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7 eða á gedhjalp@gedhjalp.is
  • Einnig er hægt að skrá sig á staðnum.

Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í þessari góðu hreyfingu með okkur. Styrkja líkamlegt heilbrigði sem að sjálfsögðu eflir geðheilbrigði.