Viðtalstímar við hjúkrunarfræðing

Viðtalstímar við hjúkrunarfræðing geðsviðs LSH hjá Geðhjálp.

Á föstudögum kl. 13.00 verður Margrét Eiríksdóttir geðhjúkrunarfræðingur frá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi með viðtalstíma hér hjá Geðhjálp.

Margrét mun veita ráðgjöf í ýmsum málum sem tengjast Landspítala - Háskólasjúkrahúsi og veita upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru á spítalanum.

Þeir sem vilja nýta sér ráðgjöf Margrétar eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á skrifstofu Geðhjálpar. S: 570- 1700.