Áhrif vinahópsins á áfengisneyslu unglinga

Morgunverðarfundur verður haldinn miðvikudaginn 13. otkóber kl. 8.15- 10.00 á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi.

Við lok grunnskólans hafa um 54% nemenda einhvern tíma orðið drukkin um ævina. Margir þættir hafa áhrif á það hvort ungt fólk drekkur og einnig hversu mikið.  Svo virðist sem að vinahópurinn skipti þar mjög miklu máli og áhrif hans sterk.

DAGSKRÁ

Áhrif vinahópsins á ölvun unglinga; rannsókn á áhrifum félagslegs umhverfis á  áfengisdrykkju ungmenna.  Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð.

Jafningjafræðslan, hvað býr að baki og hver er hugmyndafræðin? Markús Guðmundsson, forstöðumaður Hins Hússins.

Unglingar og heimapartý.  Helgi Eiríksson, verkefnastjóri hjá ÍTR

Frummælendur munu sitja fyrir svörum að loknum erindum.

Fundarstjóri: Rafn Jónsson, Ný leið ráðgjöf.

Þátttökugjald kr. 1.500 þarf að staðgreiða en morgunmatur er innifalinn í gjaldinu.

Fyrirtæki og stofnanir geta fengið sendan reikning fyrir þátttökugjaldi gegn útfylltri beiðni sem skilað er á staðnum.

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.

Skráning fer fram á vimuvarnir@hr.is