Slökkviðliðsmenn færa Umhyggju hægindastóla í jólagjöf

Í dag fengum við ánægjulega heimsókn frá slökkviliðismönnum sem færðu Umhyggju tvo dásamlega hægindastóla í jólagjöf sem munu fara í orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlborgum. Um er að ræða hluta ágóða af sölu hins margrómaða dagatals slökkviliðsmanna sem er liður í fjármögnun vegna ferðar þeirra á heimsleika slökkviliðismanna.

Við hjá Umhyggju erum alsæl og full þakklætis fyrir þetta dásamlega framtak. Það mun svo sannarlega gera veru fjölskyldna langveikra barna í orlofshúsum Umhyggju enn betri að hafa slíka gæðastóla á staðnum. Hjartans þakkir fyrir okkur!