Við bjóðum allar fjölskyldur velkomnar á Umhyggjudaginn þann 31. ágúst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum!
Leikhópurinn Lotta verður með skemmtiatriði, Bakarameistarinn býður í köku, við grillum pylsur frá Bæjarins bestu, bjóðum upp á ís frá Emmessís og verðum með fría andlitsmálningu fyrir krakkana. Einnig fá allir krakkar glaðning á meðan birgðir endast!