Bræður frá Seljanesi styrkja Umhyggju

Um helgina komu bræðurnir frá Seljanesi í Reykhólasveit færandi hendi í höfuðstöðvar Umhyggju, en þeir ákváðu að nota ágóða uppboðs sem haldið var á Reykhóladögum í lok júlí til að styrkja félagið. 

 „Þetta byrjaði nú allt í hálfgerðu gríni, upphaflega átti að halda bingó en enginn okkar bræðra hefur nokkra þolinmæði í slíkt. Því varð úr að við héldum uppboð hér á safninu á Seljanesi, ætli hingað hafi ekki komið um fjögur til fimm hundruð manns,” segir Stefán Hafþór Magnússon, einn fimm bræðra frá Seljanesi.  „Við fengum Þóri Ingvarsson til liðs við okkur, en hann sá um að redda vinningunum og voru þeir af veglegri sortinni. Við buðum enn fremur upp á ýmsar forvitnilegar veitingar, sem hleyptu enn frekara lífi i í mannskapinn,” segir Stefán og hlær.

Um er að ræða 700.000 krónur sem munu án efa koma Umhyggju afar vel. Við þökkum bræðrunum þennan höfðinglega styrk og sendum okkar bestu kveðjur í Reykhólasveitina.

Seljanesbræður, styrkir