Fréttir

Umsóknir um orlofshús fyrir sumarið 2018

Við minnum á orlofshús Umhyggju sem leigð eru út til félagsmanna allt árið um kring.  Athugið að umsóknarfrestur vegna sumarsins 2018 rennur út 15.mars.

Áfangaskýrsla um fjárhagsstuðning til foreldra langveikra og fatlaðra barna til umsagnar

Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér áfangaskýrslu til umsagnar, þar sem fjallað er um tillögur starfshóps sem vinnur að endurskoðun löggjafar um fjárhagslegan stuðning til fjöskyldna fatlaðra og langveikra barna.

Samþykki fékkst fyrir aukakerru

Í dag bárust okkur þær ánægjulegu fréttir að foreldrar, sem höfðu óskað eftir tveimur kerrum í stað kerru og hjólastóls fyrir fatlaðan son sinn, fengu loks samþykkta beiðnina, eftir að hafa í þrígang verið synjað hjá nefndum SÍ, sem og hjá sínu sveitarfélagi.

Yfirlýsing Umhyggju vegna grunngreiðslna foreldragreiðslna

Í dag, 3.janúar, sendi Umhyggja frá sér yfirlýsingu og áskorun til stjórnvalda vegna þeirrar staðreyndar að foreldrum alvarlega langveikra og fatlaðra barna sem þiggja grunngreiðslur hafa ekki heimild til að vinna að hluta samhliða greiðslunum.

Áskorun Umhyggju í fréttum Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2, miðvikudaginn 3.janúar, var fjallað um yfirlýsingu og áskorun Umhyggju til íslenskra stjórnvalda hvað varðar leiðréttingu á mismunun þegar kemur að foreldragreiðslum.

Gleðileg jól

Um leið og Umhyggja óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári vekjum við athygli á því að skrifstofan er lokuð frá og með 22.desember fram til 2.janúar.

Umhyggja sendir yfirlýsingu vegna desemberuppbótar

Í dag, miðvikudaginn 20.desember, sendi Umhyggja frá sér yfirlýsingu þar sem vakin er athygli á því að foreldrar langveikra barna sem þiggja foreldragreiðslur fái ekki desemberuppbót, ólíkt mörgum öðrum hópum sem fá fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum.

KÍ styrki Umhyggju

Kennarasamband Íslands  hefur ákveðið að styrkja Umhyggju  um 350.000 krónur nú fyrir jólin, í stað þess að senda jólakort.   .

Tölvupóstur Umhyggju liggur niðri

Vegna breytinga á tækniþjónustu liggur tölvupósturinn okkar niðri í dag, þriðjudaginn 19.desember og á morgun miðvikudaginn 20.desember.Vinsamlegast hringið í síma 5524242 ef um áríðandi erindi er að ræða.

Styrkur til Umhyggju

Nýverið fékk Umhyggja rausnarleg framlag frá Stella Artois, eða kr.1.107.490 kr.  Verður féð notað til að styrkja fjölskyldur langveikra barna nú fyrir jólin.