Dorma og Simba sleep styrkja Umhyggju með áheitasöfnun

Pétur Pétursson, Egill Fannar Reynisson og Árný Ingvarsdóttir
Pétur Pétursson, Egill Fannar Reynisson og Árný Ingvarsdóttir

Í dag, 23. ágúst, tókum við hjá Umhyggju á móti góðum og rausnarlegum gestum, en hingað komu þeir Pétur Pétursson ofurþríþrautarkappi hjá Simba sleep og Egill Fannar Reynisson hjá Dorma. Færðu þeir Umhyggju veglega peningjagjöf að upphæð 1.531.918 krónur sem er afrakstur áheitasöfnunar í tengslum við þátttöku Péturs í Extreme Iceland ofurþríþraut.

Dorma lagði til söfnunarinnar kr. 500.000 og hlutfall ágóða af sölu Simba dýna í júlí rann einnig í söfnunina.

Við erum orðlaus og þakklát!