Flóamarkaður til styrktar Umhyggju

Þann 1. september síðastliðinn opnaði Kaffi Laugagerði í Laugarási Biskupstungum flóamarkað, en allur ágóði mun renna til Umhyggju. Markaðurinn verður opinn frá 10-18 alla daga og verður margt hægt að kaupa, svo sem búsáhöld, bækur og fleira. 

Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta frábæra framtak og hvetjum alla sem eiga leið hjá til að kíkja við á markaðinum.