13.10.2025
Mánudaginn 3. nóvember næstkomandi mun Umhyggja standa fyrir málþingi um álag og örmögnun foreldra langveikra og fatlaðra barna sem standa hina svokölluðu „fjórðu vakt“ alla daga í umönnun barna sinna. Málþingið verður haldið á Hótel Hilton Nordica milli 12 og 16 og munu bæði fagaðilar og foreldrar taka til máls.
07.10.2025
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2025. Umsóknarfrestur rennur út 20. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 30. október.
19.09.2025
Umhyggjusamir einstaklingar eru bakhjarlar okkar hjá Styrktarsjóði Umhyggju, en markmið sjóðsins er að styðja fjárhagslega við foreldra langveikra barna. Við erum innilega þakklát þeim þúsundum Íslendinga sem styðja mánaðarlega við sjóðinn og gera okkur kleift að veita tugum milljóna í beinum fjárstuðningi til foreldra langveikra barna á hverju ári. Við viljum vekja athygli á því að þessa dagana er átak í gangi á Akureyri þar sem verið er að safna Umhyggjusömum einstaklingum. Starfsmennirnir eru með nafnspjöld og ættu að vera vel merktir Umhyggju.
03.09.2025
Sunnudaginn 31.ágúst síðastliðinn var Umhyggjudagurinn haldinn hátíðlegur í annað sinn. Hátíðahöldin fóru fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á einum fallegasta degi sumarsins og tóku mörg þúsund gestir þátt í fjörinu. Allar fjölskyldur voru boðnar velkomnar og fengu allir sem skráðu sig til leiks frítt inn í garðinn á milli 12 og 16, auk þess sem boðið var upp á veitingar og skemmtiatriði.
29.08.2025
Við bjóðum allar fjölskyldur velkomnar á Umhyggjudaginn þann 31. ágúst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum!
22.08.2025
Umhyggja vekur athygli á nýbirtum úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála þar sem ákvörðun Múlaþings, um að synja fatlaðri stúlku um þjónustu á skólatíma í verkfalli kennara, var felld úr gildi þar sem hún var ekki í samræmi við lög.
21.08.2025
Þann 11.07.sl. fór Flosi Valgeir Jakobsson úr Golfklúbbi Bolungarvíkur holu í höggi á 16 braut Tungudalsvallar í golfmóti Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. en samkvæmt hefð fær kylfingur sem tekur þátt í mótum hjá Fiskvinnslunni Íslandssögu hf. og afrekar að slá holu í höggi að ánafna til félags eða félagasamtaka 100.000 kr. fyrir afrekið.
13.08.2025
Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið og biðjum við Umhyggjuhlaupara um að hafa samband við okkur ef áhugi er fyrir merktum hlaupabol og buffi.
11.07.2025
Skrifstofa Umhyggju lokar vegna sumarleyfa í hádeginu föstudaginn 11. júlí og opnar á ný þriðjudaginn 5. ágúst. Öllum erindum og umsóknum verður svarað eftir 5. ágúst.
10.06.2025
Fimmtudaginn 19. júní næstkomandi verður afhending á hetjuteppum, en Íslenska bútasaumsfélagið hefur gefið langveikum börnum teppi í mörg ár. Börnum í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem ekki hafa fengið teppi, er boðið að koma og velja sér teppi á milli kl.15.30 og 17.00 á skrifstofu Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 3. hæð.