06.01.2026
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum um páskana. Úthlutunartímabilið skiptist í tvennt, annars vegar frá 27. mars til 1. apríl (föstudegi fyrir Pálmasunnudag til miðvikudags í Dymbilviku) og hins vegar 1. apríl til 6. apríl (miðvikudegi í Dymbilviku til annars í páskum). Umsóknarfrestur er til 15. janúar og niðurstöður úthlutunar munu liggja fyrir í kringum 10. febrúar.
05.01.2026
Skrifstofa Umhyggju er lokuð í dag, mánudaginn 5. janúar vegna veikinda starfsfólks. Hægt er að senda tölvupóst á umhyggja@umhyggja.is og verður honum svarað við fyrsta tækifæri.
19.12.2025
Umhyggja - félag langveikra barna óskar ykkur gleðilegrar hátíðar með von um gott og gjöfult nýtt ár. Við þökkum ykkur öllum samfylgdina og stuðninginn á árinu sem er að líða.
Skrifstofa félagsins verður lokuð frá hádegi 20. desember og opnar á ný fimmtudaginn 2. janúar.
03.12.2025
Þann 10. næstkomandi stendur Umhyggja í þriðja skipti fyrir sérstökum sýningum á Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi, nú í samstarfi við Sjónarhól, Þroskahjálp, ÖBÍ og Gló stuðningsfélag. Sýningin hentar öllum sem þurfa bætt aðgengi, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna.
12.11.2025
Á dögunum fengum við afar ánægjulega heimsókn á skrifstofu Umhyggju, þegar þeir Júlíus Þ. Jónsson, Ólafur Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson litu við. Þeir eru félagar í Kaupmannasamtökum Íslands, en félagið styrkti Umhyggju í sumar með kaupum á ýmsum búnaði fyrir orlofshús og íbúð félagsins fyrir alls 814.225 þúsund krónur.
07.11.2025
Það gleður okkur að segja frá því að Sólblómabandið er nú fáanlegt hjá Umhyggju - félagi langveikra barna. Sólblómabandið er ætlað fólki með ósýnilega fötlun, sjúkdóma eða skerðingar. Sá sem ber bandið gefur á látlausan hátt til kynna að hann þurfi mögulega á skilningi, aðstoð og sveigjanleika að halda t.d. í samgöngum, á fjölförnum stöðum, í vinnu eða verslunum. Með sólblómabandinu má auka skilning og tillitssemi annarra í umhverfinu í garð þess sem ber bandið.
05.11.2025
Mánudaginn 3. nóvember fór fram málþing Umhyggju sem bar nafnið Fjórða vaktin – álag og örmögnun. Var kastljósinu beint að því álagi og stundum örmögnun sem foreldrar langveikra og fatlaðra barna upplifa gjarnan. Fyrirlesarar úr hópi foreldra og fagfólks tóku til máls en gestir málþingsins voru yfir 400, bæði fjöldi foreldra og einnig fagaðilar úr ýmsum áttum innan heilbrigðis-, félags- og menntageirans.
03.11.2025
Streymi hefst kl. 12:20 og þingsetning er 12:30.
22.10.2025
Á dögunum fór fram uppskeruhátíð Team Rynkeby á Íslandi en þá afhenti liðið Umhyggju það fé sem safnast hafði hjólaárið 2024-2025, alls kr. 33.123.081.
13.10.2025
Mánudaginn 3. nóvember næstkomandi mun Umhyggja standa fyrir málþingi um álag og örmögnun foreldra/umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna sem standa hina svokölluðu „fjórðu vakt“ alla daga í umönnun barna sinna. Málþingið verður haldið á Hótel Hilton Nordica milli 12 og 16 og munu bæði fagaðilar og foreldrar taka til máls.