Fréttir allt

Aðalfundur Umhyggju 17. apríl

Aðalfundur Umhyggju - félags langveikra barna verður haldinn 17.apríl næstkomandi kl.20.00 í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, 4.hæð.

Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni vill Umhyggja koma á framfæri að félagið stendur ekki fyrir símasöfnun fyrir langveik börn þessa dagana.Við höfum fengið fyrirspurnir vegna slíkra símtala og viljum því ítreka að það er ekki á okkar vegum.

Lionsklúbburinn Engey styrkir Umhyggju

Lionsklúburinn Engey styrkti nýverið Umhyggju um 300.000 krónur.Ragna framkvæmdastjóri Umhyggju tók við gjafabréfinu úr hendi Ásdísar Kristinsdóttur, formanns Engeyjar.

Umsóknir um orlofshús fyrir sumarið 2018

Við minnum á orlofshús Umhyggju sem leigð eru út til félagsmanna allt árið um kring.  Athugið að umsóknarfrestur vegna sumarsins 2018 rennur út 15.mars.

Áfangaskýrsla um fjárhagsstuðning til foreldra langveikra og fatlaðra barna til umsagnar

Velferðarráðuneytið hefur sent frá sér áfangaskýrslu til umsagnar, þar sem fjallað er um tillögur starfshóps sem vinnur að endurskoðun löggjafar um fjárhagslegan stuðning til fjöskyldna fatlaðra og langveikra barna.

Samþykki fékkst fyrir aukakerru

Í dag bárust okkur þær ánægjulegu fréttir að foreldrar, sem höfðu óskað eftir tveimur kerrum í stað kerru og hjólastóls fyrir fatlaðan son sinn, fengu loks samþykkta beiðnina, eftir að hafa í þrígang verið synjað hjá nefndum SÍ, sem og hjá sínu sveitarfélagi.

Yfirlýsing Umhyggju vegna grunngreiðslna foreldragreiðslna

Í dag, 3.janúar, sendi Umhyggja frá sér yfirlýsingu og áskorun til stjórnvalda vegna þeirrar staðreyndar að foreldrum alvarlega langveikra og fatlaðra barna sem þiggja grunngreiðslur hafa ekki heimild til að vinna að hluta samhliða greiðslunum.

Áskorun Umhyggju í fréttum Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2, miðvikudaginn 3.janúar, var fjallað um yfirlýsingu og áskorun Umhyggju til íslenskra stjórnvalda hvað varðar leiðréttingu á mismunun þegar kemur að foreldragreiðslum.