Fréttir allt

Páll Óskar gefur langveikum börnum 400 eintök af Silfursafninu

Páll Óskar hefur afhent Umhyggju öll óseld eintök af Silfursafninu að gjöf.Það er áritaður diskur/albúm af listamanninum sjálfum.Þetta eru tveir geisladiskar og DVD diskur með ýmsu efni.

1. tbl. 13. árgangur 2009

Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.

Upplýsingar um ný námskeið á nýrri heimasíðu Tölvumiðstöðvar fatlaðra

Námskeið og fræðsla er mikilvægur þáttur í starfsemi Tölvumiðstöðvar fatlaðra.Reglulega eru haldin námskeið um tæknileg úrræði og notkun ýmissa forrita sem nýtast einstaklingum með sérþarfir.

Stofnfundur samtaka um sjálfstætt líf

Fimmtudaginn 26.mars, kl.16.30-19:00 verður haldinn kynningarfundur á Grand hótel um hugmyndafræði um sjálfstætt líf (independendent living).Á þessum fundi verður jafnframt stofnað félag um þessa hugmyndafræði.

MP Banki styrkir Umhyggju

Starfsmenn og stjórn MP Banka ákváðu nú fyrir jólin að styrkja Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, með veglegri peningagjöf.Styrkurinn er jólagjöf til félagsins frá MP Banka og viðskiptavinum, þar sem starfsmenn ákváðu sameiginlega að bankinn léti gott af sér leiða í stað þess að gefa viðskiptavinum jólagjöf.

Bláa Lónið styrkir Umhyggju

Bláa Lónið hefur veitt Umhyggju, félagi langveikra barna og fjölskyldna þeirra, styrk.Styrkurinn felst í 10 fjölskyldukortum, hvert kort veitir ótakmarkaðan aðgang í Bláa Lónið fyrir tvo fullorðna og fjögur börn 16 ára og yngri.