Nýr framkvæmdastjóri Umhyggju

Árný Ingvarsdóttir
Árný Ingvarsdóttir

Umhyggja – félag langveikra barna hefur ráðið Árnýju Ingvarsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með 15. júní næstkomandi. Árný er með Cand.Psych. próf í sálfræði frá Háskólanum í Árósum og MA próf í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Umhyggju frá árinu 2016 sem sálfræðingur, verkefnastjóri og ritstjóri Umhyggjublaðsins, og hefur frá áramótum gegnt stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra félagsins.

Fráfarandi framkvæmdastjóri Ragna K. Marinósdóttir, sem sinnt hefur starfinu frá árinu 2004, mun áfram starfa hjá félaginu í sérverkefnum.