Fréttir allt

Þjónusta við fötluð börn í verkfalli kennara

Umhyggja vekur athygli á nýbirtum úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála þar sem ákvörðun Múlaþings, um að synja fatlaðri stúlku um þjónustu á skólatíma í verkfalli kennara, var felld úr gildi þar sem hún var ekki í samræmi við lög.

Hola í höggi!

Þann 11.07.sl. fór Flosi Valgeir Jakobsson úr Golfklúbbi Bolungarvíkur holu í höggi á 16 braut Tungudalsvallar í golfmóti Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. en samkvæmt hefð fær kylfingur sem tekur þátt í mótum hjá Fiskvinnslunni Íslandssögu hf. og afrekar að slá holu í höggi að ánafna til félags eða félagasamtaka 100.000 kr. fyrir afrekið.

Umhyggjuhlauparar

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið og biðjum við Umhyggjuhlaupara um að hafa samband við okkur ef áhugi er fyrir merktum hlaupabol og buffi.

Sumarlokun til 5. ágúst

Skrifstofa Umhyggju lokar vegna sumarleyfa í hádeginu föstudaginn 11. júlí og opnar á ný þriðjudaginn 5. ágúst. Öllum erindum og umsóknum verður svarað eftir 5. ágúst.

Afhending Hetjuteppa fimmtudaginn 19. júní kl. 15.30 -17.00

Fimmtudaginn 19. júní næstkomandi verður afhending á hetjuteppum, en Íslenska bútasaumsfélagið hefur gefið langveikum börnum teppi í mörg ár. Börnum í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem ekki hafa fengið teppi, er boðið að koma og velja sér teppi á milli kl.15.30 og 17.00 á skrifstofu Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 3. hæð.

Minnum á aðalfund Umhyggju fimmtudaginn 12. júní kl. 17:00

Við minnum á að aðalfundur Umhyggju – félags langveikra barna verður haldinn fimmtudaginn 12. júní næstkomandi, kl. 17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Aðalfundur Umhyggju 12. júní kl.17:00

Aðalfundur Umhyggju - félags langveikra barna verður haldinn fimmtudaginn 12. júní næstkomandi í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Páskalokun hjá Umhyggju

Skrifstofa Umhyggju er lokuð vegna páskaleyfis og opnar á ný þriðjudaginn 22. apríl. Hægt er að senda tölvupóst á umhyggja@umhyggja.is og verður öllum erindum svarað þegar við opnum á ný. Við óskum ykkur gleðilegra páska!

Vigdísarpeysa

Þegar Linda Björk hafði samband við okkur í síðustu viku, vegna styrks sem hún vildi afhenda okkur, óraði okkur ekki fyrir því að við myndum birta mynd af Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í kjölfarið.

Styrkur frá kór Njarðvíkurkirkju og Vox Felix

Styrkveiting kórs Njarðvíkurkirkju og Vox Felix.