Nýtt merki Umhyggju

Við kynnum með stolti nýtt merki Umhyggju, opið hjarta sem um leið er umvefjandi faðmur. Hjartað táknar ást og umhyggju og opni faðmurinn táknar starfið sem Umhyggja vinnur.

Tónn Umhyggju byggir á kærleik og jafnrétti – einkunnarorðin, elskum öll, bjóða upp á skemmtilegan orðaleik þar sem við teljum upp hluti sem við elskum öll og ættum öll að eiga jafnan rétt til. 
 
Elskum öll...
                    ...að leika okkur
                    ...að vera við sjálf
                    ...að vera saman
                    ...að skemmta okkur
                    ...að vera sérstök
 
Elskum öll börn!