Að gefnu tilefni - söfnunarsímtöl

Að gefnu tilefni vill Umhyggja – félag langveikra barna vekja athygli á því að styrkir til félagsins sem óskað er eftir gegnum síma eru tvenns konar:

1) fólk beðið um að styrka í eitt skipti að upphæð kr.3900 og sendur er greiðsluseðill  

2) mánaðarlegir styrkir með upphæð að eigin vali, hafi fólk gerst Umhyggjusamur einstaklingur, sem dregnir eru af greiðslukorti eða greiddir með beingreiðslu. 

Í öllum tilvikum ætti nafn Umhyggju að koma skýrt fram í símtalinu og í engum tilvikum er dregið mánaðarlega af reikningi fólks sem hefur aðeins samþykkt að styrkja einu sinni. Okkur hefur á undanförnum mánuðum borist fjöldi kvartana vegna söfnunarsímtala sem ekki hafa reynst vera á okkar vegum, en ástæðan er ruglingur sem skapast hefur í kringum stofnun annars styrktarsjóðs langveikra barna sem er okkur ótendgur.

 

Fyrir hönd stjórnar Umhyggju,

Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri