Aðalfundur Umhyggju


Dagskrá:

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsisns.
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Kosning stjórnar.
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Önnur mál.
6. Veitingar.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum og kaffiveitingum mun Sigrún Jóhannsdóttir hjá Tölvumiðstöð fatlaðra kynna nýtt kennsluforrit í stærðfræði. Þetta kennsluforrit er gjöf til Umhyggju frá KB banka. Forritið er byggt upp á grunnþjálfun í stærðfræði og byggir á námsefni yngri bekkja grunnskóla. Á myndrænan hátt er barnið þjálfað í tölum, samlagningu, frádrætti flokka og raða ásamt léttri margföldun og deilingu. Hentar öllum börnum sem geta stjórnað tölvumús, og getur auðveldað nemendum með námsörðugleika nám í stærðfræði. Þeir foreldrar sem eru félagsmenn Umhyggju eða í aðildarfélögunum og telja börn sín hafi not fyrir slíka aðstoð fá forritið að gjöf frá Umhyggju.