Team Rynkeby afhendir söfnunarfé í Kringlunni á laugardaginn kl. 14.30

Undanfarið ár hefur lið Team Rynkeby Ísland hjólað af miklum móð bæði innanlands sem utan í þeim tilgangi að safna fé til handa langveikum börnum með alvarlega sjúkdóma, einkum til að styðja við rannsóknartengd verkefni. Í vetur sem leið fóru æfingarnar fram hérlendis í misgóðu veðri og mismiklum vindi, á milli þess sem unnið var að söfnuninni með aðstoð fyrirtækja og almennings. Í júlí síðastliðnum lá svo leiðin yfir á meginland Evrópu og hjólaði liðið á einni viku frá Kolding í Danmörku til Parísar í Frakklandi, alls 1300 kílómetra.  Liðið var skipað 41 hjólara og 10 manna aðstoðar- og fylgdarliðið. Hjólararnir eru á ýmsum aldri og höfðu margir þeirra aldrei sest á racer í upphafi vetrar!

Í gegnum allt ferlið hafa þessir frábæru sjálfboðaliðar safnað umtalsverðri fjárhæð sem mun renna óskipt til málstaðarins.

Laugardaginn 24. september kl. 14:30 mun lið Team Rynkeby Ísland afhenda söfunarféð við hátíðlega athöfn á Blómatorgi 1. hæðar Kringlunnar.

Við vonumst til að sjá sem allra flesta!

Hlekkur á viðburðinn