Langveikum börnum boðið til samráðs í ráðuneyti

Mennta- og barnamálaráðuneytið vinnur nú að því að kortleggja þátttöku barna á Íslandi og leita til barna víðsvegar að úr samfélaginu til að heyra þeirra skoðanir.

Fimmtudaginn 13. október býður ráðuneytið langveikum börnum á aldrinum 12-17 ára til óformlegs samtals í ráðuneytinu. Tilgangur þessa er að heyra frá börnunum um hvernig þau upplifa ákvarðanatöku í eigin lífi. Ekki er þörf á neinum undirbúning og ekki verður hægt að rekja neinar upplýsingar aftur til þátttakenda. Fundurinn hefst klukkan 16 og stendur til 18, en boðið verður uppá pizzur.

Skráning hér

Allar nánari upplýsingar veitir Tinna Rós Steinsdóttir, tinna.ros.steinsdottir@mrn.is 

Við hvetjum öll langveik ungmenni sem vilja hafa áhrif til að taka þátt!