Umsóknarfrestur um orlofshús um jól og áramót rennur út 1. október

Búið er að opna fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um jól og áramót. Um er að ræða tvö tímabil, annars vegar frá 23. desember til 28. desember, og hins vegar frá 28. desember til 2. janúar. Umsóknarfrestur rennur út 1. október og verða umsóknir afgreiddar að þeim tíma loknum.