Stuðningshópastarf fyrir foreldra sem misst hafa börn

Við vekjum athygli á hópastarfi sem fer af stað nú í vor hjá Sorgarmiðstöðinni, en um er að ræða stuðningshópa fyrir foreldra sem hafa misst börnin sín skyndilega eða eftir langvinn veikindi. Upplýsingar og skráning í stuðninghópastarf fyrir þau sem hafa misst barn sitt má finna hér.

Hópstjórar hafa svo samband símleiðis við alla sem hafa skráð sig til að veita nánari upplýsingar og raða fólki niður í tvo hópa eftir missi.
Hægt er að lesa sér til um og fá nánari upplýsingar um stuðningshópastörf Sorgarmiðstöðvar hér.