Fréttir allt

Umhyggja og aðildarfélög hennar styrkt í Reykjavíkurmaraþoninu

Margir einstaklingar leggja Umhyggju lið í Reykjavíkurmaraþoninu í ár, en tugir einstaklinga hafa valið að láta áheit sín renna til Umhyggju eða aðildarfélaga hennar í ár og eru þeim að sjálfsögðu færðar kærar þakkir fyrir.

Þrjátíu Útilegukort til úthlutunar

Útilegukortið mun í ár styrkja Umhyggju með gjöf á þrjátíu Útilegukortum, sem ráðstafað verður til fjölskyldna langveikra barna.Með Útilegukortinu geta tveir fullorðnir og fjögur börn undir sextán ára aldri gist endurgjaldslaust á 39 tjaldsvæðum vítt og breitt um landið á árinu 2010, eins lengi og tjaldsvæðin eru opin.

Frábært framlag til handa Umhyggju frá Iceland Express

Nýlega var undirritaður samstarfssamningur á milli Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, og Iceland Express til þriggja ára.Samkomulagið felur í sér að Iceland Express mun afhenda Umhyggju 13 ferðir fram og til baka á ári til áfangastaða félagsins.

Orlofshús allt árið

Þroskahjálp á Suðurlandi býður félagsmönnum í Þroskahjálp, Umhyggju, Öryrkjabandalagi og hliðstæðum samtökum upp á orlofshús á Selfossi.Gott aðgengi og sjúkrarúm.

1.tbl. 14. árgangur 2010

Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.