Þrjátíu Útilegukort til úthlutunar

DSCF2452Útilegukortið mun í ár styrkja Umhyggju með gjöf á þrjátíu Útilegukortum, sem ráðstafað verður til fjölskyldna langveikra barna. Með Útilegukortinu geta tveir fullorðnir og fjögur börn undir sextán ára aldri gist endurgjaldslaust á 39 tjaldsvæðum vítt og breitt um landið á árinu 2010, eins lengi og tjaldsvæðin eru opin. Forsvarsmenn Útilegukortisins vonast til þess að þessi kort verði mikið notuð og þakkar Umhyggja kærlega fyrir stuðninginn.

Á myndinni tekur Ragna K. Marínósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, við Útilegukortunum af hendi Kolbeins Marteinssonar frá Útilegukortinu.

Nánar um Útilegukortið:

IT489-utilk-kort2010Markmiðið með stofnun Útilegukortsins er að gefa íslenskum og erlendum ferðamönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á 39 sérvöldum tjaldsvæðum um land. Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæðin eru opin. Útilegukortið kostar í lausasölu 13.900 kr.

Kortið veitir tveimur fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir felli- og hjólhýsi, tjaldvagna, húsbíla og hefðbundin tjöld. 

Með Útilegukortinu í ár fylgir nýtt kort með, sem kallast Afsláttarkortið. Afsláttarkortið veitir ríflega afslætti hjá rúmlega 200 þjónustuaðilum um allt land.