Nýir sálfræðingar taka til starfa hjá Umhyggju

Nú hafa tveir nýir sálfræðingar verið ráðnir til starfa hjá Umhyggju, annars vegar Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur sem verður hjá okkur tímabundið og hefur störf 9. janúar og hins vegar Berglind Jóna Jensdóttir sálfræðingur sem hefur störf 2. mars.  Árný Ingvarsdóttir sem starfað hefur sem sálfræðingur Umhyggju síðastliðin 3 ár mun hins vegar taka við nýjum verkefnum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Umhyggju.

Við bjóðum þær Kristbjörgu og  Berglindi Jónu hjartanlega velkomnar til okkar og hlökkum til samstarfsins. Hægt er að óska eftir viðtali hér, en sálfræðiviðtölin eru félagsmönnum í aðildarfélögum Umhyggju að kostnaðarlausu.