Sálfræðiþjónusta

Umhyggja býður foreldrum langveikra barna í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju upp á sálfræðiþjónustu ef þeir óska, en ráðgjöf er veitt bæði á skrifstofu Umhyggju og í gegnum fjarfundarbúnað.  

Hægt er að óska eftir viðtali með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan. Sálfræðingar Umhyggju eru Kristbjörg Þórisdóttir og Berglind Jóna Jensdóttir.