Listmeðferð fyrir 5 til 7 ára systkini langveikra barna hefst 2. september

Harpa Halldórsdóttir, listmeðferðarfræðingur
Harpa Halldórsdóttir, listmeðferðarfræðingur

Umhyggja býður nú í fyrsta skipti upp á listmeðferðarhóp fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 5 til 7 ára (árg. 2012-2014)undir stjórn listmeðferðarfræðingsins Hörpu Halldórsdóttur sem starfar hjá SKB.   Hópurinn mun hittast á mánudögum kl. 17-19, í 10 skipti og hefst starfið mánudaginn 2. september í húsnæði Umhyggju að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Meðferðin verður að fullu greidd af Umhyggju, að frátöldu staðfestingargjaldi kr.7.500. 

Byrjað verður á hópi fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 5 til 7 ára, en í kjölfarið verður farið af stað með hóp fyrir 8 til 10 ára systkini og loks er stefnt að því að búa til hópa fyrir langveik börn.

Þar sem aðeins 10 börn komast í hvern hóp hvetjum við fólk til að skrá barn sitt sem fyrst hér að neðan.

Skráning hér