Umsókn í listmeðferðarhóp 5-7 ára, systkini

Listmeðferðarhópurinn mun samanstanda af systkinum langveikra barna á aldrinum 5 - 7 ára (fædd 2012-2014). Hópurinn hittist einu sinni í viku í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð, á mánudögum milli 17 og 19. Um er að ræða 10 skipti en hópurinn hefur göngu sína mánudaginn 2. september og lýkur mánudaginn 4. nóvember. Meðferðin verður að fullu greidd af Umhyggju, að frátöldu staðfestingargjaldi kr.7.500. ATH. Miðað er við að 10 börn séu á námskeiðinu.