Konfekttvenna til styrktar Umhyggju

Vantar þig eitthvað í jólapakkann, jólavinaleikinn, til viðskiptavina eða fjölskyldu og ættingja sem er bæði ljúffengt á bragðið og styrkir um leið gott málefni?

Nú fyrir jólin stendur Team Rynkeby Ísland fyrir sölu á gómsætri konfekttvennu frá Nóa og Síríus og rennur allur ágóði óskertur til söfnunarinnar fyrir Umhyggju – félag langveikra barna.

 

Tvennan kostar kr. 3.500 og inniheldur Gullmola (280 gr.) og Konfekthnappa með karamelluristuðum núggatín möndlum (280 gr.).
 
Hægt er að panta hér til 26. nóvember og við afhendum konfektið í fyrstu viku desember.