Afþakkar gjafir og vísar á styrktarsjóð Umhyggju

Janus F. Guðlaugsson varði doktorsritgerð sína í menntavísindum við Íþrótta-,tómstunda- og þroskaþjálfadeild, Mennta vísindasviði Háskóla Íslands:„Fjölþætt heilsurækt: Leið að farsælli öldrun“ nú í loks september.  Af því tilefni ætlar hann að bjóða til fagnaðar þar sem hann afþakkar allar gjafir en bendir gestum sýnum á að hann vilji gjarnan að Umyggja, styrktarsjóður njóti í hans stað.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um styrktarsjóðinn, reikningsnúmer og kennitölu.

Um verkefnið

Rannsóknir á eldri aldurshópum benda til þess að virkur lífsstíll, sem felur meðal annars í sér fjölbreytta þjálfun, hafi margvíslegan heilsutengdan ávinning. Markmið þessarar doktorsritgerðar var að athuga hvaða áhrif sex mánaða íhlutun á eldri aldurshópa, 71–90 ára, sem byggð var á fjölþættri hreyfingu og ráðleggingum um næringu og heilsu, hefði á daglega hreyfingu, hreyfigetu, styrk, þol, líkamssamsetningu og þætti tengda hjarta- og æðasjúkdómum. Markmiðið var jafnframt að skoða áhrif íhlutunar til lengri tíma.

Nánar um verkefnið og Janus F. Guðlaugsson.

Kærar þakkir og til hamingju með doktorsvörnina.