Styrktarsjóður

Hlutverk Styrktarsjóðs langveikra barna er að styrkja fjölskyldur sem orðið hafa fyrir  fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna þeirra.

Á stjórnarfundi 19. maí 2015 var ákveðið að breyta nafni Styrktarsjóðs Umhyggju í Styrktarsjóð langveikra barna.  Með breytingunni er ætlunin að tilgangur sjóðsins komi skýrar fram í nafni hans.

Hlutverk Styrktarsjóðs langveikra barna er að styrkja fjölskyldur sem orðið hafa fyrir  fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna þeirra.

Styrktarsjóðurinn var stofnaður í árslok 1996 með einnar milljónar króna gjöf frá Haraldi Böðvarssyni hf.  Sjóðnum hafa borist margar góðar gjafir frá því hann var stofnaður, bæði frá fyrirtækjum og ekki síður frá einstaklingum.

Nú er sjóðurinn að safna mánaðarlegum styrktaraðilum.  Hægt er að gerast Umhyggjusamur einstaklingur – UE á síðunni www.umhyggjusamir.is.  Í dag eru rúmlega 5.000 styrktaraðilar með mánaðarlegt framlag.  Þetta eflir sjóðinn verulega og gerir hann þannig betur í stakk búinn til að sinna hlutverki sínu. Úthlutun úr sjóðnum hófst í byrjun árs 2000.

Umhyggjusamir
Foreldri/forráðamaður sem hefur langveikt barn á framfæri sínu getur sótt um styrk úr styrktarsjóðnum enda eigi viðkomandi í fjárhagslegum erfiðleikum sem rekja má til veikinda barnsins.  Skilyrði er að foreldri/forráðamaður sé í foreldrafélagi sem er aðili að Umhyggju.

Í dag eru 18 foreldrafélög aðilar að Umhyggju.  Ef foreldri/forráðamaður er ekki í neinu foreldrafélagi er þó heimilt að veita styrk úr sjóðnum, enda sé foreldrið/forráðamaðurinn félagsmaður í Umhyggju og uppfylli önnur skilyrði.


Hér er hægt að sjá reglur sjóðsins.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Umhyggju eða í síma 552-4242.

Þeir sem vilja styrkja sjóðinn með framlögum geta lagt inn á eftirfarandi reikning í Arionbanka :

Reikningur: 331 -13 - 301260

Kennitala: 581201-2140

Stjórn Styrktarsjóðs langveikra barna:

Sigrún Þóroddsdóttir, Ingólfur Einarsson og Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir.