Minnum á aðalfund fimmtudaginn 2. júní kl.17:00

Við minnum á aðalfund Umhyggju - félags langveikra barna sem haldinn verður fimmtudaginn 2. júní kl. 17:00 í húsnæði félagsins á Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Hér má sjá ársskýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2021 - 2022.

Hér má sjá lagabreytingatillögur lagðar fram af stjórn.

Laus voru til kosninga tvö sæti fagmanna í stjórn Umhyggju. Tvö framboð bárust innan framboðsfrests, frá núverandi stjórnarmönnum félagsins þeim Guðrúnu Eygló Guðmundsdóttur og Margréti Lilju Vilmundardóttur. Þær teljast því sjálfkjörnar.