Foreldri sem hefur langveikt barn á framfæri sínu getur sótt um styrk úr styrktarsjóðnum enda eigi viðkomandi í fjárhagslegum erfiðleikum sem rekja má til veikinda barnsins. Almennt er skilyrði að foreldrið sé í einhverju af aðildarfélögum Umhyggju, nema í undantekningartilvikum. Styrkjaupphæð fyrir árið 2020 er kr. 750.000. Sækja má um tvisvar sinnum en 12 mánuðir þurfa að líða að lágmarki milli styrkveitinga. Styrktarsjóðurinn gefur sér að hámarki 6 vikur til að yfirfara umsóknir. Skilyrði er að umsókninni fylgi staðfesting á greiningu á sjúkdómi eða fötlun frá lækni og þarf vottorðið að berast í gegnum umsóknarformið eða beint á skrifstofu Umhyggju.
almennur styrkur - umsóknarform
Upplýsingar um inn á hvaða reikning skuli leggja styrkinn
Ég samþykki að Umhyggju sé heimilt að vinna persónuupplýsingar um mig og barn mitt með vísan til 10. gr. persónuverndarlaga nr. 90/2018 sbr. 6.-8. gr. reglugerðar (ESB) nr. 2016/679.