- Um félagið
- Fréttir
- Orlofshús
- Réttindamál
- Styrkja félagið
- Hafa samband
- Umsókn um orlofshús jól og áramót 2024
Umhyggja á nýja íbúð í Kuggavogi 15, 104 Reykjavík. Íbúðin er vel útbúin með sjúkrarúmi, lyftara, hjólastólaaðgengi og stóru bílastæði í bílakjallara. Íbúðin er ætluð til afnota fyrir fjölskyldur langveikra barna utan af landi sem þurfa að sækja þjónustu til Reykjavíkur vegna barna sinna, svo sem greiningar, læknisheimsóknir, sjúkrahúsdvalir o.fl.
Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, annað búið hjónarúmi með miklum og góðum skápum og hitt búið sjúkrarúmi og lyftara. Í stofunni er svefnsófi.
Ekki er hægt að bóka dvöl í íbúðinni í gegnum netið en hægt er að spyrjast fyrir um stöðuna með því að senda póst á umhyggja@umhyggja.is eða hringja í síma 5524242. Gefa þarf upp ástæðu komunnar þegar íbúðin er bókuð. Nóttin kostar kr. 3000.