Umsókn um orlofshús í sumar

Félagsmenn Umhyggju hafa aðgang að tveimur glæsilegum orlofshúsum. Húsin eru staðsett í Brekkuskógi rétt fyrir austan Laugarvatn og í Vaðlaborgum við Akureyri. 

Orlofshúsin eru leigð út viku í senn yfir sumartímann frá 31. maí til 30. ágúst. Skiptidagar eru á föstudögum. Verð fyrir vikudvöl er kr.25.000.

Sækja skal um fyrir 15.mars og eru umsóknir ekki teknar til
meðferðar fyrir en eftir þann tíma. Niðurstaða úthlutunar mun liggja fyrir í síðasta lagi miðvikudaginn 10. apríl. Fjölskyldur langveikra og hreyfihamlaðra barna 18 ára og yngri hafa forgang, og ganga þeir fyrir sem ekki fengu úthlutun sumarið á undan. 

Reglur um úthlutun orlofshúsacaptcha