Jón Jónsson, Friðrik Dór og Everestfararnir á rafrænni skemmtun Umhyggju 31. janúar kl.14:00

Lagt á brattann með langveikum börnum sunnudaginn 31. janúar kl.14:00.
Lagt á brattann með langveikum börnum sunnudaginn 31. janúar kl.14:00.

Sunnudaginn 31. janúar næstkomandi mun Umhyggja bjóða til rafrænnar skemmtunar sem streymt verður á Facebooksíðu Umhyggju þar sem verkefninu Með Umhyggju á Everest verður formlega hleypt af stokkunum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór munu halda uppi fjörinu og kynna til leiks þá Heimi og Sigga sem ætla í vor að klífa Everest með bakpokana fulla af draumum langveikra barna.

Viðburðurinn hefst kl. 14:00 og verða krakkarnir sem á horfa hvattir til að senda fjallagörpunum drauma sína sem þeir geta svo tekið með á hæsta tind veraldar. Hægt er að senda inn draumana hér.

Endilega kíkið inn á viðburðinn og fylgist með á sunnudaginn kl. 14:00. Hlökkum til að sjá sem flesta.