Umsóknarfrestur um páskaúthlutun í orlofshúsum Umhyggju rennur út 15. janúar

Nú er opið fyrir umsóknir vegna páskaúthlutunar í orlofshúsum Umhyggju en umsóknarfrestur rennur út 15. janúar. Samkvæmt úthlutunarreglum um páska er tímabilinu skipt í tvennt, annars vegar frá 3. - 8. apríl (föstudegi fyrir dymbilviku fram að miðvikudegi í dymbilviku) og hins vegar 8. - 13. apríl (miðvikudegi í dymbilviku fram á annan í páskum). Umsóknir verða teknar til meðferðar eftir að umsóknarfresturinn rennur út.

Allar nánari reglur um úthlutun má finna hér. Hægt er að sækja um hér