Umsóknarfrestur um orlofshús jólin 2019 rennur út 1.október

Við vekjum athygli á því að umsóknarfrestur vegna orlofshúss um jól 2019 rennur út 1. október næstkomandi og eru umsóknir teknar til meðferðar eftir þann tíma. Leiga um jól skiptist í tvö tímabil til að sem flestir fái notið, frá 23. - 28. desember annars vegar og 28. desember - 2. janúar hins vegar. Sækja skal um inni á vefsíðu Umhyggju, á sérstöku eyðublaði (athugið að í þessu tilviki á ekki að sækja um inni í dagatalinu sjálfu).

Hér má sjá reglur um úthlutun orlofshúsanna í Brekkuskógi og Vaðlaborgum.