Umhyggja fagnar reglugerðarbreytingu

Um árabil hefur hluti barna sem fæðast með skarð í gómi fallið utan greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannréttinga, sbr. túlkun Sjúkratryggingu Íslands á reglugerð nr. 451/2013, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar.

Frá árinu 2016 hafa foreldrar skarðabarna, Breið bros og Umhyggja óskað eftir endurskoðun ráðherra á reglugerðinni og greiðsluþátttöku til þessara barna. Um áramótin gerði heilbrigðisráðherra breytingu á áðurnefndri reglugerð nr. 451/2013, sbr. reglugerð nr. 1254/2018, sjá hér.

Umhyggja notar tækifærið og fagnar reglugerðarbreytingu ráðherra og hvetur alla forráðamenn hlutaðeigandi skarðabarna, sem höfðu fengið synjun frá Sjúkratryggingum um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, að sækja um að nýju til Sjúkratrygginga.