Tívolí

Á síðasta ári var haldinn Góðgerðardagur í Tívolíinu í Smáralind sem að heppnaðist með eindæmum vel, um 820 manns mættu sem að er helmingi betri mæting en árinu áður, og var ekki annað að sjá að hver einasti maður hafi skemmt sér konunglega.

Þess vegna ætlum við að endurtaka leikinn í ár.  Föstudaginn, 2. júlí, milli kl. 10 og 13 hjá hinni glæsilegu verslunarmiðstöð, Smáralind. Dagurinn verður haldinn með sama sniði og í fyrra og er ætlaður ykkar félögum og þeim sem að eru með skráð lögheimili á sama stað og viðkomandi.  Verður öllu stýrt á þann hátt að allir geti notið sín hvort sem að um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki.
 
 ATH:  Hjúkrunarfræðingur verður á svæðinu.