Þakkir til hlaupara sem söfnuðu fyrir Umhyggju

Bossbudin
Bossbudin

Við hjá Umhyggju þökkum öllum þeim sem hlupu fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi, en alls söfnuðust 1.847.388 krónur. 

Sérstakar þakkir fær frábært lið Boss búðarinnar Kringlunni, sem hljóp heilt maraþon, en liðið safnaði 1.310.000 krónum fyrir félagið, og á þá eftir að bæta við framlagi frá Boss búðinni og Boss Nordic. Þvílíkir snillingar - og sannarlega best klædda fólk hlaupsins.