Styrktartónleikar laugardaginn 11. mars

Laugardaginn 11. mars mun Kammerkór Reykjavíkur standa fyrir styrktartónleikum fyrir Umhyggju í Langholtskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 og er miðaverð 3000 krónur.

Landsþekktir hljóðfæraleikarar, kórar, einsöngvarar og trúbadorar munu flytja þar fallega efnisskrá. Í lok tónleikanna munu kórarnir, sem telja um 220 manns, fimm einsöngvarar, barnakór og bergmálskór, sem staðsettur er á öðrum stað í kirkjunni, flytja verkið "Passía Krists" eftir Sigurð Bragason. Sigurður er jafnframt listrænn stjórnandi tónleikanna. 


Látið þetta ekki framhjá ykkur fara!