Styrktarsýning á kvikmyndinni Gretti

Miðaverð er 800 kr. og rennur óskipt til Umhyggju.

Sláið tvær flugur í einu höggi; styrkið gott málefni og sjáið frábæra mynd um frægasta, latasta og FEITASTA kött í heimi.

Grettir (Garfield) frumsýndur um allt land 6. ágúst n.k. Grettir verður sýndur bæði með íslensku og ensku tali.

Leikstjóri íslenskrar talsetningar er Þórhallur Sigurðsson. Þýðandi er Arnar Matthíasson. Stjórn upptöku og talsetningar sem fór fram í Stúdíói Sýrlandi er Addi 800.

Það er Hjálmar Hjálmarsson hinn landsþekkti leikari og fyrrum ekki fréttamaður sem talar fyrir Gretti. Guðmundur Ingi Þorvaldsson talar fyrir Jón eiganda Grettis og Vigdís Hrefna Pálsdóttir talar fyrir Lísu kærustu

Jóns. Með önnur stór hlutverk fara landsþekktir leikarar á borð við Pálma Gestsson, Ólaf Darra Ólafsson, Atli Rafn Sigurðarson og Mörthu Nordal svo nokkrir séu upptaldir.

Myndin verður frumsýnd í Smárabíói og Regnboga bæði með ísl. og ensku tali, í Laugarásbíói, Borgarbíói Akureyri og Nýja Bíó Keflavík með ísl. tali.

ERTU MAÐUR EÐA MÚS?

MJÁUMST Í BÍÓ 6. ÁGÚST