Rúntað til styrktar Umhyggju

Gæðablóð leynast undir leðurgöllum og skeggi margra mótorhjólakappa. Eins og mörg undanfarin ár fengu fjölmörg börn að fara á rúntinn á mótorhjóli í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt, en þá var Góðgerðardagur Félags Harley Davidson eigenda á Íslandi, HOG Chapter Iceland. Rúnturinn með öðlingunum í þeim samtökum kostaði 500 krónur og rann öll innkoma til Umhyggju, félags til styrktar langveikum börnum. Umhyggja færir þeim félögum sínar bestu þakkir fyrir frábæran stuðning á menningarnótt undanfarin ár.