Öllum Umhyggjufélögum boðið í Óperuna

Happy End er óborganlegur gleðileikur eftir Kurt Weill og Bertolt Brecht með hressilegri tónlist sem er seiðandi blanda af kabaretttónlist og óperu. Tónlistin úr verkinu er vel þekkt en síðast mátti heyra nokkur lög úr því á glæsilegum tónleikum þýsku söngkonunnar Ute Lemper í Háskólabíó síðastliðinn maí. Sagan gerist í undirheimum Chicagoborgar á þriðja áratug 20. aldar þar sem eigast við hjálpræðisherinn og harðsvírað glæpagengi með ófyrirséðum afleiðingum. En allt endar vel að lokum…eða hvað? 

Úrvals lið leikara, söngvara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni að þessu sinni og má þar m.a. nefna Bogomil Font, Samúel Samúelsson, Hrólf Sæmundsson, Guðmund Jónsson, Brynju Valdísi Gísladóttur, Valgerði Guðnadóttur, Ingu Stefánsdóttur og Brynhildi Björnsdóttur.

Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir og búninga- og leikmyndahönnuður er Elín Edda Árnadóttir.

Miðapantanir eru í síma: 551-2190 eða á sumaroperan@sumaroperan.is

Nánari upplýsingar er hægt að finna í skjalinu hérna fyrir neðan.