Nýtt Umhyggjublað er komið út

Nýtt Umhyggjublað er komið út og er þema blaðsins að þessu sinni ýmis stuðningsúrræði sem foreldrum og fjölskyldum langveikra barna standa til boða. 

Í blaðinu eru viðtöl við Ingólf Einarsson barnalækni á Greiningarstöðinni, Guðrúnu Eygló Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðing í Taugateymi Barnaspítalans, þær Sigurrós, Ingu Birnu og Guðbjörgu hjá Sjónarhóli, Guðrúnu Ragnars deildarstjóra í Rjóðri, Áslaugu Guðmundsdóttur yfirsjúkraþjálfara Æfingastöðvarinnar og Gyðu Hjartardóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Hægt er að nálgast rafræna útgáfu blaðsins hér.  Forsíðumynd

 

Njótið vel!