Ný stjórn Umhyggju

Þann 29. mars síðastliðinn var aðalfundur Umhyggju haldinn og ný stjórn kosin. Í stjórninni sitja sjö manns sem samanstanda af fagfólki, foreldrum og áhugafólki um málefni langveikra barna. 

Nýr formaður stjórnar er Ingólfur Einarsson, en aðrir stjórnarmenn eru Fríða Kristín Magnúsdóttir (meðstjórnandi), Fróði A. Kristinsson (meðstjórnandi), Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir (ritari), Halldóra Inga Ingileifsdóttir (gjaldkeri), Sif Hauksdóttir (varaformaður) og Sigrún Þóroddsdóttir (meðstjórnandi). 

Við óskum nýrri stjórn velfarnaðar í starfi.