KVAN námskeið fyrir 10-12 ára, skráning hafin

Umhyggja býður langveikum börnum í aðildarfélögum Umhyggju upp á KVAN sjálfstyrkingarnámskeið nú í vetur og munum við byrja á námskeiði fyrir 10 - 12 ára (5. - 7. bekkur).

Farið verður af stað með fyrsta námskeiðið 16. nóvember, en kennt verður á laugardögum milli 10 og 12 í húsnæði KVAN í Kópavogi. Námskeiðið er 8 skipti. Námskeiðið er miðað við að börn geti tjáð sig, verið virkir þátttakendur og tekið þátt í því hópsamtali sem námskeiðið byggir á.

Umhyggja greiðir fyrir þátttakendur að undanskildu 7.500 krónu staðfestingargjaldi.  Á námskeiðinu eru 15 pláss svo áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Skráning fer fram hér.