KPMG styrkir Umhyggju um 3 milljónir

Kpmg-golfmot-1
Kpmg-golfmot-1

Þann 18. júlí síðastliðinn fór fram góðgerðarmót kylfingsins Ólafíu Þórunnar og KPMG til styrktar Umhyggju. Mótið var haldið á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbi Keilis og sendu fyrirtæki 52 kylfinga til þátttöku sem skiptust á að leika með Ólafíu og íslenskum afrekskylfingum. Til landsins komu einnig fjórir LPGA kylfingar í tengslum við mótið og var stemningin mikil og góð. 

Alls söfnuðust 3 milljónir króna sem renna óskiptar til Umhyggju og veitti formaður Umhyggju, Regína Lilja Magnúsdóttir, tyrknum viðtöku. Við hjá Umhyggju þökkum innilega fyrir þennan rausnarlega styrk og frábært framtak hjá KPMG.