Kanadísk flughersveit safnar fyrir Umhyggju

Umhyggju barst á dögunum 180.000 króna styrkur frá kanadíska flughernum, en fénu var safnað meðan herinn var með loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Er þetta í fyrsta sinn sem þeir styrkja samtök utan Kanada. Nær allir lögðu eitthvað að mörkum, en meðal annars hljóp undirofurstinn Willian Mitchell 46 km leið milli Reykjavíkur og Keflavíkur fyrir söfnunina. Flugsveitin stefndi að því að safna 1.500 kanadískum dollurum, um 114.000 krónum, en bættu sannarlega um betur og afhentu Umhyggju 180.000 krónur. 

Við þökkum flugsveitinni kærlega fyrir þetta frábæra framtak og fallega hugsun!

kanadíski flugherinn styrkir